Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar 17. nóvember 2005 04:00 Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sífellt fleiri óhæfuverk Bandaríkjahers hafa komið upp á yfirborðið á síðustu mánuðum. Svo virðist sem bandarískir fjölmiðlar séu loksins að taka við sér og opna augun eftir að hafa gegnt lykilhlutverki í að sannfæra bandarískan almenning og fréttastofur Vesturlanda um réttmæti stríðsaðgerða síðustu ára eftir forskrift spunameistara Bush stjórnarinnar. Uppljóstranir The Washington Post um leynileg fangelsi sem notuðu eru í þeim tilgagni að fela handtekna menn fyrir þeim sem eiga að fylgjast með að þeir hljóti mannsæmandi meðferð eru ekkert annað en skelfileg staðfesting á því sem marga hefur grunað í nokkurn tíma. Viðbrögð Bandaríkjastjórnar eru athygliverð. Neita tilvist slíkra fangelsa en fyrirskipa jafnframt rannsókn á því hver lak upplýsingunum um þau til blaðamanna The Washington Post. Í kjölfarið bárust fréttir í fréttaritinu Time af handtöku Manadel al-Jamadi, uppreisnarmanns sem talinn var tengjast sprengingum í Bagdad. Eftir að hafa verið yfirheyrður í 90 mínútur, í hinu alræmda Abu Ghraib fangelsi, var hann úrskurðaður látinn vegna köfnunar og af áverkum af völdum bareflis samkvæmt krufningarskýrslum sem blaðið hefur undir höndum. Síðar birtust myndir á netinu af hermönnum brosandi yfir líkinu. Leyniþjónustumaðurinn Mark Swanner sem yfirheyrði manninn kannast ekki við neitt og starfar enn fyrir CIA. Við fréttir sem þessar, sem virðast byggðar á nokkuð áreiðanlegum heimildum, er ekki nema von að tvær grímur renni á þá sem stutt hafa einarðlega allar aðgerðir sem varða stríð gegn hryðjuverkum. Enda er svo komið að stjórnmálamenn í Bandaríkjunum eru loksins að vakna upp af þyrnirósarsvefni sínum gagnvart framgöngu hersins í Írak og víðar. Öldungardeildarþingmaðurinn John MCain, sem sjálfur var pyntaður í Víetnamstríðinu, lýsti því til dæmis yfir fyrir skömmu að pyntingar ættu ekki að líðast af hálfu Bandríkjahers. Stjórnmálin eru komin heldur lengra í Bretlandi þar sem senn hyllir undir endalok ferils Tony Blair eftir að þingið hafnaði tillögu stjórnarinnar um að ganga á borgaraleg réttindi til varnar hryðjuverkum. Til marks um hversu úr takti við raunveruleikann forsætisráðherrann breski virðist orðinn lét hann hafa eftir sér að það væri í góðu lagi að tapa atkvæðagreiðslu ef maður hefði góðan málstað. Málstaður sá að heimila fangelsun fólks án sérstakrar ástæðu í allt að þrjá mánuði. Út af standa viðbrögð Íslendinga við göslaralegri framgöngu haukanna í Washington. Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum. Er ekki kominn tími til þess að Íslendingar mótmæli með formlegum hætti við bandarísk stjórnvöld framgöngu þeirra í hryðjuverkastríðinu? Þögnin er ekkert annað en aumlegt samþykki við því að fótum séu troðin grunngildi vestrænna þjóða. Gildi sem hryðjuverkastríðið snérist upphaflega um að vernda fyrir óðum öfgamönnum. Höfundur er laganemi.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar