Hannes og andlega spektin 3. desember 2005 05:30 Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun