Hannes og andlega spektin 3. desember 2005 05:30 Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun