Kvaðir settar á inneignir 3. janúar 2005 00:01 Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Inneignarnótur í verslunum gilda í fjögur ár, sé ekki annað tekið fram á þeim, að sögn Sesselju Ásgeirsdóttur fulltrúa hjá Neytendasamtökunum. Nú fer sá tími í hönd, að margt fólk skiptir eða skilar vörum í verslunum eða er með gjafakort upp á vasann. Útsölurnar eru einnig að hefja göngu sína og í þessum tilvikum öllum er mikilvægt að neytendur séu meðvitaðir um rétt sinn. "Kaupmenn hafa sett tímamörk á inneignarnótur og gjafakort fólks. Dæmi eru um að gildistími séu tveir mánuðir," sagði Sesselja. "Þegar kaupandinn er búinn að taka við nótunni er hann um leið búinn að samþykkja þá skilmála sem á henni eru. Kaupmenn geta ákveðið hvernig þeir hafa nóturnar því það eru ekki í gildi nein lög um skilarétt. Kaupandinn á því aldrei rétt á að skila eða skipta vöru nema sérstaklega sé um það samið.Þess vegna er mikilvægt að kaupandinn kynni sér skilmála verslunarinnar um skilarétt áður en kaupin fara fram. Slíkur samningur tryggir rétt kaupanda." Sesselja sagði að fólk gæti lent í vanda ef ströng tímamörk væru á inneignarnótum, og að á nótu stæði að hún gilti ekki á útsölu, því svo gæti farið að það fyndi ekkert við sitt hæfi í viðkomandi verslun og nótan um það bil að renna út. Það eina sem kaupandinn gæti gert væri þá að reyna að fá frestinn framlengdan. Hún sagði það algengt að kaupmenn settu tímamörk á inneignarnótur, auk þess sem margir þeirra vildu setja ákvæði um að þær, og jafnvel gjafakort, giltu ekki á útsölum. "Í þeim tilvikum minnum við viðkomandi neytendur á að að versla í þeim verslunum sem tileinka sér gildandi skilareglur. Kaupmönnum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara að þeim eða ekki. Samkvæmt þessum reglum getur fólk notað inneignarnótu hvenær sem er og á útsölu ef nótan er dagsett 14 dögum áður en útsala hefst. Þetta kemur í veg fyrir að menn skili vörunni og kaupi hana strax aftur á lægra verði." Sesselja sagði, að neytendur leituðu mjög mikið til samtakanna með mál varðandi inneignarnótur og rétt sinn á útsölum, ekki síst eftir áramótin. Neytendasamtökin hvettu neytendur til að versla þar sem skilareglunum væri framfylgt. Með því móti vissu þeir nákvæmlega hvaða rétt þeir ættu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira