Leynd skaðleg í viðskiptum 10. janúar 2005 00:01 Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Leynd er alltaf á endanum skaðleg segir Howard Davies, fyrrverandi forstöðumaður breska fjármálaeftirlitsins, sem telur mikilvægt að gagnsæi ríki um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Í sama streng tekur Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, en að hans mati eru menn of reiðubúnir hér á landi til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun. Viðskiptaráðherra hefur boðað nýtt lagafrumvarp um verðbréfaviðskipti þar sem meðal annars á að auka gagnsæi Fjármálaeftirlitsins. Með öðrum orðum stendur til að Páll Gunnar Pálsson forstjóri fái brátt aukna heimild til að skýra frá störfum stofnunarinnar. Eins og staðan er í dag hvílir alger leynd yfir því hvort eða hvað er til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu og þá hvernig málum lýkur sem til rannsóknar eru. Howard Davies, rektor London School of Economics, var gestur á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins um framtíð íslensks fjármálamarkaðar en hann er einnig fyrrverandi forstjóri breska fjármálaeftirlitsins. Hann telur að maður geldi fyrir leyndina. „Fjárfestar, sérstaklega erlendir fjárfestar, eru alltaf tortryggnir ef þeir telja að markaðurinn vinni kannski gegn þeim og að eitthvað sé í gangi sem þeir vita ekki um,“ segir Davies. Í Bretlandi skýrir Fjármálaeftirlitið ávallt frá niðurstöðum rannsókna og í einstaka tilfellum, þegar hagsmunir hluthafa krefjast, frá því þegar rannsókn hefst. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir dæmi um að mál hafi komið upp hér á landi sem menn á markaði hafi talið nauðsynlegt að skoða. Erfitt sé þegar enginn viti neitt um lyktir mála. Hann telur regluvirkið hér nokkurn veginn í línu við það sem gerist í nágrannalöndunum. Helsti munurinn sé að fáar hefðir hafi þróast hér á landi vegna þess hve markaðurinn er ungur og því séu menn of reiðubúnir til að leita að glufum í lögum til að stunda viðskipti sem tæplega standast siðferðilega skoðun.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira