Telur Símann tilbúinn til sölu 15. janúar 2005 00:01 Sérfræðingur sem vann að sölu þýska ríkissímans segir aðstæður til rekstrar Símans Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær. Hann lýsti aðdraganda einkavæðingarinnar og sagðist almennt telja að mjög vel hefði tekist til. Langur undirbúningstími hefði hins vegar valdið vanda þar sem ýmislegt í rekstri fyrirtækisins hafi verið undir mikilli smásjá á því tímabili. Um einkavæðingu Símans á Íslandi segist Schuerle ekki getað sagt til um hvert sé líklegt verðmæti félagsins. "Það væri ekki viðeigandi að ég tjáði skoðun á því," segir hann. Hann segir hins vegar allt benda til þess að Síminn sé tilbúinn til þess að verða einkavæddur og að starfsaðstæður hér á landi séu mjög hagstæðar til fjarskiptarekstrar. Í einkavæðingu þýska símans var það markmið ríkisstjórnarinnar að sem stærstur hluti félagsins kæmist í eigu almennings meðal annars vegna þess að lítið var um að almenningur ætti hluti í fyrirtækjum. Um það hvort hann telji slíkt fyrirkomulag heppilegt hér á landi segir Schuerle að ríkisstjórnin hafi úr ýmsum kostum að velja. Hann segir að líklega sé raunhæfara hér á landi en í Þýskalandi að selja stóran hlut til kjölfestufjárfestis. "Þegar um ræðir Deutsche Telekom er kjölfestuhlutur hundruð milljarða krónafjárfesting en það má ætla að fleiri geti keppst um hlut í Símanum hér á Íslandi," segir hann Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Sérfræðingur sem vann að sölu þýska ríkissímans segir aðstæður til rekstrar Símans Klaus Dieter Schuerle sem tók þátt í einkavæðingu þýska ríkissímafyrirtækisins Deutsche Telekom telur miklu skipta að verkferlar og markmið í aðdraganda einkavæðingar séu skýr. Hann segir að langur undirbúningstími sé hins vegar ekki endilega heppilegur. Schuerle ræddi um einkavæðingu Deutsche Telekom á fundi Þýsk-íslenska verslunarfélagsins og Verslunarráðs Íslands í gær. Hann lýsti aðdraganda einkavæðingarinnar og sagðist almennt telja að mjög vel hefði tekist til. Langur undirbúningstími hefði hins vegar valdið vanda þar sem ýmislegt í rekstri fyrirtækisins hafi verið undir mikilli smásjá á því tímabili. Um einkavæðingu Símans á Íslandi segist Schuerle ekki getað sagt til um hvert sé líklegt verðmæti félagsins. "Það væri ekki viðeigandi að ég tjáði skoðun á því," segir hann. Hann segir hins vegar allt benda til þess að Síminn sé tilbúinn til þess að verða einkavæddur og að starfsaðstæður hér á landi séu mjög hagstæðar til fjarskiptarekstrar. Í einkavæðingu þýska símans var það markmið ríkisstjórnarinnar að sem stærstur hluti félagsins kæmist í eigu almennings meðal annars vegna þess að lítið var um að almenningur ætti hluti í fyrirtækjum. Um það hvort hann telji slíkt fyrirkomulag heppilegt hér á landi segir Schuerle að ríkisstjórnin hafi úr ýmsum kostum að velja. Hann segir að líklega sé raunhæfara hér á landi en í Þýskalandi að selja stóran hlut til kjölfestufjárfestis. "Þegar um ræðir Deutsche Telekom er kjölfestuhlutur hundruð milljarða krónafjárfesting en það má ætla að fleiri geti keppst um hlut í Símanum hér á Íslandi," segir hann
Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira