Beiðni Fischers umdeild 20. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang. Dómari í Japan féllst í gær ekki á að Fischer verði fluttur úr fangelsi í Japan og til Íslands að óbreyttu. Lögfræðingar hans segja að það myndi hjálpa ef Fischer fengi íslenskan ríkisborgararétt og hann hefur nú þegar skrifað slíka beiðni og póstlagt, að sögn Sæmundar Pálssonar sem ræddi við hann í nótt. Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman, ef frumvarp þess efnis yrði lagt fram. Ekkert slíkt frumvarp er hins vegar í smíðum af hálfu stjórnarliða, enda hafa stjórnvöld ekki enn fengið beiðnina í hendur og hafa ekki tekið afstöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur þó alls ekki beint við að stjórnarliðar leggi fram slíkt frumvarp. Það má heyra á Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, að honum líst ekki mjög vel á að veita Fischer ríkisborgararétt. Hann segir að ekki sé hægt að afgreiða slíkt sem einangraðan hlut. Það þurfi að átta sig á því hvort slíkt sé fordæmisgefandi sem væri þá í samhengi við einhvers konar stefnu sem um slíkt væri mótuð. „Ég var og er því hlynntur að við reynum að hjálpa þessum manni, ef við getum orðið honum að liði í hans erfiðleikum og veikindum, en það verður auðvitað að vera fært á einhverjum efnislegum og málefnalegum forsendum,“ segir Steingrímur. Steingrímur segir það ótímabært að segja til um hvort hann muni greiða atkvæði með eða á móti frumvarpi um ríkisborgararétt handa Fischer en segir aðspurður að hans flokkur muni ekki leggja fram slíkt frumvarp. Það standi upp á stjórnarflokkana, enda hófu þeir málið. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar er mun jákvæðari. Honum finnst þetta góð hugmynd sem skoðast eigi ákaflega vel og á von á að ákaflega margir þingmenn myndu taka frumvarpinu vel. Spurður hvort til greina komi að Samfylkingin leggi fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til handa Fischer segir Össur að ef málið komi til kasta þingsins sé nauðsynlegt að þverpólitísk samstaða náist og standi því saman að frumvarpinu. Össur segir að Fischer hafi sérstöðu umfram aðra sem sækja um ríkisborgararétt vegna sögu hans og afreka í skáklistinni. Þetta ætti því ekki að hafa fordæmisgefandi áhrif á aðra sem sækja um slíkan rétt.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira