Lítið forrit lækkar símreikninginn 23. janúar 2005 00:01 Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði. Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Eitt lítið tölvuforrit getur lækkað símreikning fólks um þúsundir króna á mánuði. Tugir milljóna manna nota þetta forrit nú þegar og þeim fer fjölgandi með degi hverjum. Tölvusérfræðingur segir að þetta kollvarpi símamarkaðnum. Hvaða tölvunotandi sem er getur hlaðið tölvuforritinu Skype inn á tölvuna sína á örfáum mínútum. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri spurl.net, segir að forritið geri fólk kleift að hringja úr tölvu í annað fólk sem einnig sé með Skype eða jafnvel í síma í hinu almenna símkerfi, hvort sem er farsíma eða heimilissíma. Það eina sem viðkomandi þarf að eiga er tölva og heyrnartól með hljóðnema og þá er hægt að spara stórfé. Hjálmar segir að þetta hafi það í för með sér að fólk geti fengið mjög ódýr eða jafnvel ókeypis símtöl. Ef það hringi í notanda sem sé með Skype-forritið í tölvunni hjá sér sé símtalið ókeypis, óháð því hvar það sé statt í heiminum. Ef hringt sé í einhvern í hinu almenna símkerfi, sérstaklega í landlínusíma, sé verðið fyrir símtal miklu lægra en í hinu almenna kerfi. Sparnaðurinn getur hlaupið á þúsundum króna, sérstaklega ef fólk tali mikið við vini og vandamenn í útlöndum. Hjálmar segir að símtöl til flestra landa Evrópu, Bandaríkjanna og Ástralíu, þeirra landa sem Íslendingar eigi mest samskipti við, kosti um eina og hálfa til tvær krónur mínútan en í almenna símkerfinu kosti mínútan á milli 10 og 15 krónur. Nú þegar nota nálægt 40 milljónir manna þetta kerfi og þeim fjölgar hratt með degi hverjum. Hjálmar spáir því að þetta muni kollvarpa símamarkaðnum því það séu ekki bara tölvunördar sem noti þetta heldur geti og muni almenningur notað þetta í auknum mæli í náinni framtíð. Hér á landi sé fólk sem eigi ættingja erlendis, til dæmis foreldrar sem eigi börn í erlendum skólum, farið að nota Skype. Og þegar þetta sé komið út fyrir þann nördahóp sem tileinki sér allt um leið sé hægt að segja að mikil breyting sé í vændum á símamarkaði.
Fréttir Innlent Tækni Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira