Fyrsta sérsmíðin fyrir Samskip 24. janúar 2005 00:01 Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Nýtt ellefu þúsund tonna flutningaskip Samskipa, Arnarfell, var vígt í Hamborg. Skipið getur flutt 908 gáma og mun ellefu manna áhöfn starfa á skipinu, allt Íslendingar. Skipið er skráð í Færeyjum og verður notað í áætlunarsiglingum milli Íslands og Evrópu. Að sögn forsvarsmanna Samskipa er rekstur skipsins miklum mun ódýrari ef það er skráð þar heldur en hér á landi. Arnarfellið, sem var tekið í notkun í gær, er systurskip Helgafells, sem verið er að leggja lokahönd á í skipasmíðastöðinni J. J. Sietas í Hamborg. Áætlað er að Helgafellið verði afhent Samskipum í lok febrúar. Byggingarkostnaður skipanna er alls um 3,4 milljarðar króna. Skipin eru þau fyrstu sem Samskip lætur smíða sérstaklega. Smíði skipanna hefur tekið minna en eitt ár en þau eru í eigu skipasmíðastöðvarinnar. Samskip leigir skipin til sjö ára en hefur að þeim tíma loknum rétt til þess að kaupa þau. Ólafur segir það vera stefnu hjá Samskipum að félagið sjálft eigi ekki tækjakostinn. "Við erum ekki að fjárfesta í stáli og steypu heldur snýst okkar starfsemi um að skipuleggja nýtingu tækjanna," segir hann Hann segir að Samskip hafi þann háttinn á að útbúa þarfalýsingu og senda skipasmíðastöðvum með ósk um verðhugmyndir. "Meðal þeirra krafna sem við gerum snúa að stærðinni svo skipin geti athafnað sig í höfninni í Vestmannaeyjum. Við erum einnig með kröfur sem varða varnir fyrir farminn gagnvart því sjólagi sem skipin starfa í.," segir hann. Arnarfell og Helgafell taka við af skipum með sama nafni sem að sögn Ólafs voru orðin of lítil. Nýju skipin flytja tvö hundruð fleiri gáma en þau gömlu. Töluverður vöxtur hefur verið í rekstri Samskipa undafarin ár. Á árinu 2002 námu tekjur félagsins um fjórtán milljörðum en gert er ráð fyrir að tekjur hafi verið nálægt 24 milljörðum í fyrra. Tekjuaukningin milli áranna 2002 og 2004 er því sjötíu prósent og vöxturinn í fyrra var um fjörutíu prósent. Í síðustu viku tók Samskip í notkun nýjar aðalstöðvar og vörugeymslu við Kjalarvog í Reykjavík. Byggingarkostnaður höfuðstöðvanna nam um 2,4 milljörðum króna. Ólafur segir vöxtinn hafa bæði átt sér stað í gegnum uppkaup á fyrirtækjum erlendis en einnig hafi starfseminni á Íslandi vaxið fiskur um hrygg. Hann á von á því að áfram verði vöxtur í rektrinum á þessu ári.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira