Leigja vélarnar til Kína og víðar 26. janúar 2005 00:01 Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Flugleiðir undirrituðu í dag samning við Boeing-verksmiðjurnar um kaup á tíu farþegaþotum af gerðinni 737-800 sem félagið ætlar að leigja áfram til flugfélaga í Kína og víðar. Heildarverðmæti samningsins nemur um fjörutíu milljörðum króna. Þetta er stærsti flugvélakaupsamningur sem Flugleiðir hafa gert, en í honum felst einnig kaupréttur á fimm flugvélum til viðbótar. Verði hann nýttur hljóðar heildarverðmæti samningsins upp á um 60 milljarða króna. Nýju Boeing-vélarnar verða afhentar Flugleiðum á næsta ári, en félagið mun í samstarfi við erlent flugvélaleigufyrirtæki leigja þær meðal annars til Kína, þar sem mikill vöxtur er í flugstarfsemi. Við undirritun samningsins kom fram að félagið greiðir um ellefu milljarða króna vegna kaupanna á þessu ári, sem KB banki fjármagnar, en ráðgjafi Flugleiða í viðskiptunum er breski bankinn HSBC. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir þetta lið í útrás félagsins og stórt skref í uppbyggingu þess, en nýtt dótturfélag hefur verið stofnað sem annast kaup, sölu og útleigu flugvéla. Hann segir að vélarnar hafi fengist á hagstæðu verði, talsvert undir markaðsvirði, og því nemi dulin eign félagsins í þeim, eins og hann orðar það, um sex og hálfum milljarði króna. Hann segir enn fremur að félagið hefji nú nýja starfsemi sem geti orðið mjög umsvifamikil, bæði hvað varðar leigutekjur og verðmætaaukningu. Þessi kaup geti því haft mikil áhrif fyrir félagið til lengri tíma litið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira