Hagnaður bankanna aldrei meiri 28. janúar 2005 00:01 Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stóru viðskiptabankarnir þrír högnuðust um 40 milljarða króna í fyrra, sem er enn eitt Íslandsmetið. Landsbanki og Íslandsbanki tilkynntu afkomu sína í dag og er nýliðið ár enn eitt methagnaðarárið í sögu bankanna. KB banki hafði áður tilkynnt um 15,8 milljarða hagnað eftir skatta í fyrra sem var langt yfir væntingum. Hagnaður Íslandsbanka var 12,7 milljarðar og hagnaður Íslandsbanka 11,4 milljarðar. Samtals gerir þetta tæpa 40 milljarða króna. Það er aflaust erfitt fyrir fólk að átta sig á um hversu gríðarmiklar upphæðir er að ræða. Sem dæmi má nefna að fyrir 40 milljarða má reka heilbrigðiskerfið í landinu í hálft ár og þetta er ríflega tvöföld sú upphæð sem ríkið ver til samgöngumála í ár. Jafet Ólafsson, framkvæmdastjóri Verðbréfastofu, segir hagnaðinn ánægjulegan og að rétt sé að gleðjast yfir þessu. Hann segir skýringuna á þessum háu tölum megi að stórum hluta rekja til gegnishagnaðar vegna sölu á hluta- og skuldabréfum. Og almenningur nýtur góðs af, segir Jafet, með minnkandi vaxtamun. Hann segir athyglisvert að stór hluti teknanna sé að koma erlendis frá, til dæmis komi 60% af hangaði KB banka erlendis frá. Hann telur að hagnaður bankanna í ár verði ekki svona mikill. Vöxtur og útrás bankanna eigi þó eftir að halda áfram. Það kemur einnig fram í afkomutölunum að vanskil hafa sjaldan eða aldrei verið minni þó útlán hafi aukist gríðarlega á árinu. Gengi bréfa í öllum bönkunum hefur hækkað í kjölfar þessara afkomutalna. Að lokum skulum við skoða athyglisverðar tölur um heildareignir bankanna. Eignir KB banka nema 1.534 milljörðum, eignir Landsbanka 730 milljörðum og eignir Íslandsbanka 675 milljörðum. Samtals gerir þetta 2.939 milljarða sem eru tíföld fjárlög ríkisins í ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira