Gengið sterkt til frambúðar 31. janúar 2005 00:01 Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira