Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður 11. febrúar 2005 00:01 Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira