Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður 11. febrúar 2005 00:01 Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður. Dómur sem féll í Hæstarétti í gær virðist marka tímamót að því leyti að þar klofnar dómurinn í afstöðu sinni til þess hvort hann getur endurmetið munnlegan framburð vitna sem kallaðir eru fyrir héraðsdóm. Málið snýst um kynferðisbrot karlmanns gegn ungri stúlku sem í héraðsdómi var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín. Maðurinn var annars vegar ákærður fyrir að áreita stúlkuna kynferðislega. Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar þennan ákærulið með vísan til þess að hann geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um munnlegan framburð og í málinu njóti ekki annarra sönnunargagna. Maðurinn er hins vegar ákærður fyrir að hafa haft við stúlkuna samfarir og þarna verður ekki betur séð en Hæstiréttur komist að þveröfugri niðurstöðu. Nú bregður nefnilega svo við að Hæstiréttur endurmetur niðurstöðu héraðsdóms hvað varðar munnlegan framburð og kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hafi ekki verið eins alvarlegt og fullyrt var, þ.e. að hann hafi ekki haft við hana samfarir heldur áreitt hana kynferðislega. Þar sem kynferðislegt áreiti er vægara en samfarir er brotið fyrnt og maðurinn því sýknaður en engu að síður dæmdur til að greiða henni skaðabætur. Minnihluti Hæstaréttar kemst hins vegar að þeirri niðurstöðu að rétturinn geti ekki endurmetið niðurstöðu héraðsdóms um sönnunargildi munnlegs framburðar hvað varðar báða ákæruliði. Sif Konráðsdóttir, lögmaður stúlkunnar, segir atriðið sem Hæstiréttur klofnar um, og var getið um hér að framan, „prinsippatriði“. „Þarna er um að ræða mismunandi túlkun á þessum lagaákvæðum sem takmarka rétt Hæstaréttar til að endurskoða niðurstöðu héraðsdóms,“ segir Sif. Niðurstaðan er því sú að maðurinn, sem áður var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar, er sýknaður en er engu að síður dæmdur til að greiða stúlkunni skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira