Síminn seldur kjölfestufjárfesti 14. febrúar 2005 00:01 Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Allt útlit er fyrir að meirihluti Símans verði seldur til kjölfestufjárfestis. Í það minnsta tveir hópar innlendra fjárfesta eru taldir hafa áhuga en hann byggist á því að þeir geti keypt meirihluta í fyrirtækinu. Ráðherranefnd um einkavæðingu mun taka ákvörðun um sölutilhögun Símans innan þriggja vikna að talið er. Stefnt er að því að selja fyrirtækið í vor eða sumar og liggur því á ákvörðun um hvernig staðið verði að málum. Í fyrstu var talað um að kjölfestufjárfestir gæti átt allt að fjörutíu prósenta hlut í fyrirtækinu. Nú er hins vegar talið ljóst að eina leiðin til að fjárfestar haldi áhuga sínum og verð verði hátt sé að bjóða meirihlutaeign. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort selt verði í heilu lagi eða í nokkrum stigum. Aftur erum við þá komin að verði og áhuga. Þeir sem reiðubúnir eru til að borga hátt verð eru taldir hafa áhuga á að taka til hendinni og það strax. Mikið hefur verið talað um alls kyns pólitík í tengslum við söluna á Símanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðvar 2 eru nokkrir hópar erlendra fjárfesta, þar á meðal danskra og breskra, komnir hingað til lands til að skoða Símann og velta upp kaupum. KB banki er talinn líklegur til að bjóða í fyrirtækið og ein vísbending um það er að bankinn bauð ekki í ráðgjafarhlutverkið við söluna. KB banki mun að líkindum bjóða í Símann í samvinnu við Meið, fjárfestingarfélag Bakkavararbræðra og VÍS. Fyrir þá sem spá í pólitík er þar komin tenging við báða stjórnarflokkanna. VÍS er tengingin við Framsóknarflokkinn og Meiður tengingin við Brynjólf Bjarnason, forstjóra Símans, sem er kunnur sjálfstæðismaður og stjórnarmaður í Bakkavör. Brynjólfur lýsti því yfir á dögunum að hann væri reiðubúinn að halda áfram sem forstjóri eftir sölu og telja ýmsir það vísbendingu um að hann hafi hugmynd um hver kaupi. Þá erum við komin að Björgólfi Thor Björgólfssyni og Landsbankamönnum. Björgólfur mun ekki hafa áhuga á að fjárfesta í Símanum nema hann leiði verkefnið, í það minnsta hefur það verið fjárfestingarstefna hans hingað til. Spurning er hver muni bjóða í Símann með honum, kannski Straumur og eigendur hans? Pólitíkin er ekki eins skýr í þessum hópi en svo er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að selt verði hæstbjóðanda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira