Í einangrun á Hrafnistu 17. febrúar 2005 00:01 Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Aldraður maður liggur nú í einangrun á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem hann er sýktur af Mosa- sjúkrahúsbakteríu. Bakterían greindist í honum fyrir fáeinum dögum, eftir að hann kom af hjartadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Hugsanlegt er talið að maðurinn hafi smitast af öðrum sjúklingi sem lá á hjartadeild LSH í síðustu viku, að sögn Guðmundar Þorgeirssonar sviðsstjóra lyflækningasviðs spítalans. Eins og blaðið greindi frá í gær þurfti að loka nokkrum stofum á hjartadeildinni þar sem sjúklingur er var að koma af sjúkrahúsi erlendis reyndist sýktur af mosa - bakteríunni. Gamli maðurinn greindist hins vegar ekki fyrr en hann var kominn af spítalanum og inn á Hrafnistu. Í kjölfarið var nokkrum stofum lokað á hjartadeildinni, þeim sem gamli maðurinn n hafði farið í meðan hann dvaldi á spítalanum. Þyrí Þorvarðardóttir hjúkrunarforstjóri á Hrafnistu sagði að þarna væri um að ræða einstakt tilfelli. Þessi baktería gæti alltaf komið upp og fólk í heilbrigðiskerfinu byggi við að geta lent í. "Á Hrafnistu eru viðbrögðin nákvæmlega samkvæmt reglum frá sýkingavarnardeildum og Landlæknisembættinu," sagði Þyrí. "Það er einangrun og mjög stífar vinnureglur í kringum það. Hagsmunir einstaklinganna og starfsfólksins eru í fyrirrúmi." Spurð hvort þessi umræddi maður ætti ekki fremur heima á spítala en á dvalarheimili sagði Þyrí að þótt baktería ræktaðist frá einstakling þyrfti það ekki að þýða að hann væri veikur. "Við höfum allan aðbúnað hér til að setja fólk í einangrun," bætti hún við. "Að auki búum við svo vel hér að við höfum sérstakan sýkingahjúkrunarfræðing. Hann hefur sérþekkingu og sinnir þessum málum algjörlega hjá okkur. Ég huga að við séum eina öldrunarstofnunin sem hefur það þannig að við erum mjög vel faglega sett hvað það varðar." Þyrí sagði það áhyggjuefni að fjölónæmar bakteríur væru orðnar til. Þetta væri ástand sem ekki hefði sést hér fyrir nokkrum árum. Það yrði að bregðast við því.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira