Myndband af líkamsárás á Netinu 19. febrúar 2005 00:01 Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira
Myndbandi með líkamsárás í Hafnarstræti í Reykjavík, sem leiddi til dauða ungs manns, er dreift á Netinu. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og var sönnunargagn í málinu gegn árásarmönnunum. Yfirlögregluþjónn í Reykjavík segir þetta afar ósmekklegt. Aðfararnótt 7. apríl árið 2002 réðust tveir menn á þann þriðja fyrir utan skemmtistað í Hafnarstræti. Árásinni lauk með því að sá sem ráðist var á, 22 ára, lést af áverkum á sjúkrahúsi nokkrum dögum síðar. Tvímenningarnir voru í október árið 2003 dæmdir af Hæstarétti í þriggja og sex ára fangelsi. Meðal sönnunargagna í málinu á sínum tíma var myndband úr eftirlitsmyndavél lögreglunnar og því myndbandi er nú dreift á Netinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að lögreglan hafi fengið upplýsingar um það. Aðspurður hvort hann geti skýrt hvers vegna myndbandið sé komið á Netið segir Geir Jón að helsta skýringin sé sú að þeir aðilar sem hafi aðgang að gögnunum hafi látið myndbandið frá sér. Ljóst sé að þetta þjóni ekki tilgangi lögreglunnar og það sé ekki frá henni komið. Lögreglan hafi grunsemdir um að verjandi eða sakborningar í málinu hafi séð ástæðu til að koma myndbandinu áfram. Geir Jón segir að lögreglu beri að afhenda öll gögn í svona málum en hann segir það engan veginn þjóna lögreglunni að gögn á við þetta myndband fari í almenna dreifingu. Hann telur ekki ástæðu til að rannsaka eftir hvaða leiðum myndbandið barst á Netið. Mann hafi þessi gögn löglega í sínum höndum og lögregla hafi gert athugasemdir við það því henni finnist það ekki við hæfi. Sumt eigi ekki að birtast alls staðar. Geir Jón er ekki sáttur við að þeir sem ábyrgð bera á dreifingu myndbandsins skuli hafa valið þessa leið. Hann segir þetta afar ósmekklegt og eigi alls ekki að eiga sér stað. Hann hafi heyrt að svona lagað gerist í stórum löndum en í jafnlitlu samfélagi og Íslandi sé það afar ósmekklegt að hans mati.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Sjá meira