Upplýsingagjöf til skoðunar 20. febrúar 2005 00:01 Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira