Upplýsingagjöf til skoðunar 20. febrúar 2005 00:01 Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Kauphöllin skoðar hvort rétt hafi verið staðið að upplýsingagjöf um lánshæfismat Íbúðalánasjóðs. Hallur Magnússon hjá Íbúðalánasjóði segir að skýrsla matsfyrirtækisins Standard og Poors hafi legið fyrir í heild sinni í nokkurn tíma áður en sjóðurinn sendi frá sér tilkynningu. Eftir á að hyggja hefði hún þó mátt vera ítarlegri. Matsfyrirtækið Standard og Poors hafði sett lánshæfiseinkunn Íbúðalánasjóðs á athugunarlista vegna óvissu um áframhaldandi ríkisstuðnings við sjóðinn. Matsfyrirtækið tilkynnti svo um miðja síðustu viku að sjóðurinn hefði verið tekinn af athugunarlista en horfurnar væru engu að síður neikvæðar. Íbúðalánasjóður sleppti því að taka fram athugasemdir sjóðsins um neikvæðar horfur í sinni útgáfu. Hallur Magnússon segir tímaskorti um að kenna og verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. Upplýsingarnar hafi legið fyrir í heild sinni á ensku gagnvart öllum helstu viðskiptakerfum heimsins. Í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sagði einfaldlega að matsfyrirtækið hefði staðfest gott lánshæfismat sjóðsins. Talsmenn Íbúðalánasjóðs hafa sagt að fréttatilkynning sjóðsins í Kauphöll Íslands hefði getað verið ítarlegri. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, staðfestir að upplýsingagjöf sjóðsins til Kauphallarinnar sé til skoðunar þar. Verið sé að afla gagna og skýringa. Samtals voru greidd upp lán hjá Íbúðalánasjóði fyrir 70 milljarða á síðasta ári en í venjulegu ári eru greidd upp lán fyrir tíu til tólf milljarða. Hallur Magnússon segir að lánaumhverfið núna bjóði heim ákveðinni óvissu. Matsfyrirtækið hafi verið að staðfesta það og það komi ekki á óvart. Matsfyrirtækið staðfesti einfaldlega að það sé uppi óvissa og staðan geti breyst á næstu árum og það hefði verið óeðlilegt ef það hefði ekki verið tekið fram. Hallur segir að dregið hafi mikið úr uppgreiðslum. Ársreikningar sjóðsins verði birtir í lok vikunnar og þá komi skýrt fram hvernig sjóðurinn hafi brugðist við uppgreiðslum síðasta árs. Þá muni koma í ljós að staða Íbúðalánasjóðs sé sterk eins og talsmenn hans hafi haldið fram.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira