Fangelsi og 30 milljóna sekt 21. febrúar 2005 00:01 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í morgun tvo menn til að greiða þrjátíu milljónir króna hvor í sekt og í fjögurra og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfelld skattsvik og bókhaldsbrot. Fimmtugur maður var ákærður fyrir að hafa í sjálfstæðum atvinnurekstri sínum brotið gegn lögum um virðisaukaskatt með því að hafa á þriggja ára tímabili rangfært á skýrslum skilaskyldan skatt vegna sölu á skattskyldri þjónustu. Hann var sakaður um að hafa komið sér undan því að standa Sýslumanninum í Kópavogi skil á innheimtum fimm milljóna króna virðisaukaskatti. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ekki talið fram til skatts tekjur sínar af sjálfstæðri atvinnustarfsemi á árunum 2000 og 2001, samtals tæplega 21 milljón króna. Ennfremur fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að færa bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna starfsemi sinnar á árunum 1997 til 2001. Maðurinn játaði brot sín fyrir dómi og reyndist samvinnufús við lögreglurannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fimm mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Samkvæmt lögum skulu brot vegna vanskila á virðisaukaskatti og tekjuskatti aldri vera lægri en nemur tvöfaldri fjárhæð vanskilanna en heildarvanskil vegna brota mannsins námu 14,5 milljónir króna. Dómurinn dæmdi hann því til að greiða tæplega 30 milljónir í sekt í ríkissjóð og komi tólf mánaða fangelsi í stað sektarinnar, verði hún ekki greidd innan fjögurra vikna. Annar maður á fertugsaldri var ákærður fyrir stórfelld skattalagabrot sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður fyrirtækis síns en hann stóð ekki skil á virðisaukaskatti á árunum 2001 til 2002, samtals rúmlega níu milljónir króna. Þá greiddi hann ekki lögum samkvæmt opinber gjöld sem haldið var eftir af launum starfsmanna, samtals rúmlega 6 milljónir. Hann játaði einnig brot sín fyrir dómi og var samvinnufús við að upplýsa málið og gekkst greiðlega við þeim sakargiftum sem hann var borinn. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi hann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna sektar.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira