Dæmdur í 10 mánaða fangelsi 21. febrúar 2005 00:01 Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira