Vilja undirbúa aðildarviðræður 26. febrúar 2005 00:01 Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á því að flokksþing framsóknarmanna samþykki í dag ályktun um að hefja undirbúning aðildarviðræðna að Evrópusambandinu, samvæmt heimildum Fréttablaðsins. Í ályktuninni kemur fram að vinna fari fram innan flokksins og að niðurstaða vinnunnar verði kynnt á næsta flokksþingi þar sem kosið yrði um hvort flokkurinn stefni að aðild eða ekki. Utanríkismálanefnd flokksins lauk við tillögu að ályktun í gær og mun í dag kynna hana flokksmönnum sem kjósa um ályktunina. Tillögurnar sem lagðar voru fram í upphafi þingsins miðuðu að því að hefja aðildarviðræður strax á þessu kjörtímabili. Þær tóku breytingum á flokksþinginu, enda brytu þær í bága við ríkisstjórnarsáttmálann, og þess í stað var lagt til að aðildarviðræður yrðu hafnar strax á næsta kjörtímabili. Töluverðar umræður urðu um tillögurnar á þinginu í gær og voru formaður og varaformaður flokksins á öndverðum meiði í málinu. Halldór Ásgrímsson vill hefja undirbúning að hugsanlegum aðildarviðræðum en Guðni Ágústsson telur það ekki tímabært. Niðurstaðan varð sú að afgreiðslu málsins var frestað um einn dag og var utanríkismálanefnd falið að komast að niðurstöðu. Samkvæmt heimildum blaðsins felast tillögurnar í málamiðlunum með því að fella meðal annars á brott úr fyrstu drögum ákvæði varðandi "óljósa stöðu og framtíð EES-samningsins". Hins vegar verði lýst yfir vilja við að ganga í ESB, það verði undirbúið og lagt undir næsta flokksþing. Halldór og Guðni voru ósammála um framtíð EES-samningsins og hagsmuni Íslands innan ESB. Halldór sagði í samtali við Fréttablaðið að Íslendingar hafi reynt mikið að ná fram betrumbótum á EES-samningnum, sem hafi ekki þróast eins og hann ætti að gera. "Það hefur ekki gengið vel og nú eru flokksmenn farnir að huga meira að hugsanlegri aðild," sagði Halldór. Guðni sagði að Íslendingar þurfi að halda vel utan um EES-samninginn. "Minn draumur snýr ekki að því að ganga í Evrópusambandið," sagði Guðni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira