Víkingar í jakkafötum 27. febrúar 2005 00:01 Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira