Svigrúm fyrir eitt álver í viðbót 18. mars 2005 00:01 "Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
"Sex heimsþekkt álfyrirtæki hafa nú sýnt áhuga á að fjárfesta í álverum á Íslandi. Það er öllum ljóst að þau komast ekki öll að. Sennilega er svigrúm til að reisa hér eitt álver til viðbótar eða stækka önnur sem því nemur," sagði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, á Iðnþingi í gær. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu eru þetta Alcan og Alcoa sem þegar eru með starfsemi hér á landi, Century frá Bandaríkjunum, BHP Billiton og Rio Tinto Aluminium frá Ástralíu og Rusal frá Rússlandi. Valgerður sagði í samtali við Fréttablaðið að enn fleiri fyrirtæki hefðu aflað sér upplýsinga um rekstrarskilyrði hér á landi. Ráðherrann sagði að umfangsmikil markaðsvinna á síðasta áratug við að vekja athygli erlendra fjárfesta á ágæti landsins til þess að reisa hér orkufrekan iðnað hefði skilað sér á undraverðan hátt. Nú væri talað um Ísland sem best varðveitta leyndarmál Evrópu meðal álframleiðenda. Væri þá vitnað til þess hve aðstaða hér á landi væri góð fyrir þess háttar framleiðslu. Valgerður sagði að í lok þessa áratugar, þegar byggingu Fjarðaráls og stækkun Norðuráls yrði lokið, myndi álframleiðsla vera þrefalt meiri en nú er, eða 760 þúsund tonn á ári. Á iðnþingi í gær var ennfremur samþykkt eftirfarandi ályktun: "Hátt gengi krónunnar, óhóflegur vaxtamunur, sífelld útþensla í ríkisrekstrinum og mjög hátt raungengi um þessar mundir valda því að framleiðslu- og þjónustufyrirtæki leggja upp laupana eða fara úr landi í stórum stíl." Í ályktuninni segir að nágrannaþjóðir okkar búi í haginn fyrir atvinnulíf sitt með stöðugum gjaldmiðli og aukinni áherslu á hátækniiðnað, menntun og rannsóknir. Haldbesta leiðin til að auka hér kaupmátt og velmegun í framtíðinni sé að feta sömu slóð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira