Innlent

Greiði bætur upp á 3 milljónir

Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna þar sem hún var lögð inn á sjúkrahús vegna brjóstverks og þurfti á lyfjameðferð að halda í kjölfarið. Tryggingafélagið féllst ekki á kröfu konunnar þar sem það taldi að hún hefði ekki fyllt umsóknarblað vegna sjúkratryggingarinnar rétt út, en konan þurfti að leita til læknis vegna hjartsláttartruflana árið 1992. Héraðsdómur féllst ekki á rök tryggingafélagsins og dæmdi konunni í vil.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×