Íslendingar algerlega skákóðir 25. mars 2005 00:01 Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar leita ákaft svara við því hvers vegna Íslendingar eru svona hrifnir af hinum umdeilda Bobby Fischer. Niðurstaðan virðist aðallega á einn veg: Íslendingar eru upp til hópa þakklátir Fischer, gestrisnir og algerlega skákóðir. Erlendir fjölmiðlar, frá Taívan til Los Angeles, fjalla í dag um ferðalag Fischers til Íslands. Það vekur athygli að mörgum finnst það nánast óskiljanleg ráðgáta af hverju Íslendingar hafa tekið ástfóstri við þennan undarlega og umdeilda mann, mann sem er þekktur fyrir yfirlýsingagleði sína, eitruð ummæli í garð Bandaríkjastjórnar og hömlulaust gyðingahatur. Svarið finna flestir þessir fjölmiðlar í gríðarlegum skákáhuga Íslendinga. Í einu dagblaði er látið í það skína að skákin sé nánast það eina sem Íslendingar dunda sér við sér til skemmtunar á löngum, köldum vetrarnóttum. Einn íslenskur viðmælandi BBC útskýrir að Fischer sé Beckham Íslendinga og annar segir að Íslendingar séu ekki að samþykkja skoðanir Fischers, þeir finni einfaldlega til með honum. Og af hverju bjóða íslensk stjórnvöld Bandaríkjunum birginn með þessum hætti? Jú, þetta er þrjósk þjóð sem vill fara sínu fram án afskipta annarra. Bandaríska stórblaðið Los Angeles Times fjallar um málið undir fyrirsögninni: „Okkar Ruddi: þeirra stjarna“ og segir svörin felast í tvennu: Í fyrsta lagi séu Íslendingar þakklátir Fischer fyrir að hafa komið Íslandi á heimskortið þegar hann tefldi hér við Spasský. Og í öðru lagi þá séu Íslendingar óvenjulega umburðalyndir þegar kemur að sérvitringshættinum í Fischer. Hér hafi menn til dæmis gert allt til að verða við oft og tíðum undarlegum kröfum Fischers meðan á heimsmeistaraeinvíginu stóð og bara yppt öxlum og sagt: „Já, já, svona er hann bara.“ Þessi blaðamaður veltir því hins vegar fyrir sér í lok greinarinnar hvort Íslendingar, þrátt fyrir það að vera einstaklega velviljuð þjóð, eigi eftir að sjá eftir þessari gestrisni sinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira