Afvegaleiddur aðstoðarritstjóri Páll Magnússon skrifar 28. mars 2005 00:01 Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar