Síminn: Annarlegir hagsmunir? 5. apríl 2005 00:01 Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, telur að fyrirkomulagið við sölu á hlut ríkisins í Landssímanum sé ógegnsætt og ekki líklegt til að skila ríkissjóði sem mestum hagnaði. Það ýti einnig undir sögusagnir um að annarlegir hagsmunir ráði ferðinni. Edda Rós segir að þetta eigi bæði við um þau skilyrði sem séu sett um samsetningu og nægjanlega reynslu fjárfestanna, og eins um að mat verði lagt á hugmyndir þeirra og framtíðarsýn. Þetta séu of huglæg skilyrði og erfitt sé að sjá hvernig menn verði dæmdir. Edda segir að þegar þetta sé sett upp á þennan hátt gefi það þá ímynd að hægt verði að velja á milli þeirra sem bjóða í Símann eftir einhverjum annarlegum aðferðum. Rætt er um að hægt verði að fá allt að sextíu milljarða króna fyrir Símann. Edda Rós segir óljóst hvernig sú tala sé fengin. Einfaldasta leiðin til að sjá verðmæti Símans sé að leyfa mönnum að bjóða. „Það er ekki óeðlilegt að mínu mati að setja skilyrði. Það er pólitískur vilji til að gera einhverja ákveðna hluti og þá eiga menn einfaldlega að lýsa þeim vilja og krefjast þess að kaupendur uppfylli þau skilyrði, en ekki að setja þetta fram á svona óljósan og ógegnsæjan hátt,“ segir Edda. Edda Rós segir það einnig koma mjög á óvart að almenningi skuli ekki boðið að taka þátt í einkavæðingunni milliliðalaust, eins og gert var þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hún segir áhættuna að kaupa núna meiri en árið 2007 því þá viti menn hvað búið sé að gera og ýmislegt í þá veru. „Hagnaðarvonin er þó vissulega meiri í dag heldur en ef keypt er eftir að ákveðin hagræðing hefur farið fram,“ segir Edda Rós.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira