Úrvalsvísitala yfir 4000 stig 6. apríl 2005 00:01 Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram. Innlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í dag þegar hún fór í fyrsta sinn yfir fjögur þúsund stig. Það sem af er ári hefur hún hækkað um nærri tuttugu prósent og enn er talið svigrúm til hækkunar. Sérfræðingar greiningardeildar Íslandsbanka gera hækkun úrvalsvísitölunnar að umfjöllunarefni í morgunkorni sínu í dag. Þar kemur meðal annars fram að þeir spá á milli 25 og 30 prósenta hækkun á vísitölunni í ár, en hún hefur þegar hækkað um 19,5 prósent. Ingólfur Bender hjá Íslandsbanka segir ástæðuna útlit fyrir góða afkomu fyrirtækja á markaði auk þess sem útrás hafi áhrif. Þetta og fleira bendi til frekari hækkunar þó að meirihluti hennar sé nú þegar kominn fram. Þessi hækkun er þó lítil sé litið til áranna á undan því árið 2004 nam hækkunin 59 prósentum og 56 prósentum árið áður. Á erlendu hlutabréfamörkuðum hefur þróunin ekki verið sambærileg við það sem hefur gerst hér á landi. Þýðir það þá að hér heima séu allir orðnir stjörnuvitlausir eða er allt í lagi? Ingólfur segir hækkunina vitni um þá grósku sem sé í þeim félögum sem séu á innlendum hlutabréfamarkaði. Mjög margt hafi gerst hjá þeim. Bankarnir hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum og misserum samhliða einkavæðingarferlinu og þeim krafti sem það leiddi úr læðingi. Þeir myndi mjög stóran hluta af hlutabréfamarkaði hér á landi og eðlilega hreyfi gott gengi þeirra vísitöluna mjög mikið. Ingólfur bendir einnig á önnu félög sem hafi gert góða hluti, eins og Flugleiðir, Bakkavör og Össur. Þau hafi verið dugleg m.a. í útrásinni og það hafi líka drifið hækkunina áfram.
Innlent Viðskipti Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun