Fjármálaþjónusta jöfn sjávarútvegi 7. apríl 2005 00:01 Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Stóru, íslensku fjármálafyrirtækin láta orðið víða til sín taka og eru tilefni til fréttaumfjöllunar um alla Evrópu. Vöxtur þeirra er með eindæmum, samkvæmt rannsókn sem Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík gerði að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Eignir, eigið fé og hagnaður þessara fyrirtækja hefur aukist um 750 prósent á tíu árum. Árið 1995 námu eignir þeirra 60 prósentum af landsframleiðslu en voru 340 prósent í fyrra. Vöxturinn heldur áfram, segir Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, sem vann að rannsókninni. En hverjar eru ástæðurnar? Katrín segir hinar augljósu ástæður séu þær að árið 1995 hafi síðustu hömlum verið lyft af fjármagnsflæði inn og út úr landinu og þá hafi einkavæðing ríkisbankanna á árunum 2002 og 2003 einnig haft sitt að segja. Þetta séu tvær stærstu ástæðurnar en þær séu eflaust fleiri. Aðspurð hvort líkja megi þessu við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna þar segir Katrín að að sumu leyti séu um hliðstæða þróun að ræða. Katrín segir enn fremur aðspurð að fjármálaþjónusta sé orðin töluvert stór hluti af landsframleiðslu og nefnir sem dæmi að hún sé orðin svipað stór og sjávarútvegurinn. Árið 1997 var hlutfall fjármálaþjónustu af landsframleiðslu fjögur prósent en er nú samkvæmt áætlun Hagfræðisetursins um sjö prósent. Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Fjármálaþjónusta er orðin ein af undirstöðuatvinnugreinum Íslands og skilar jafn miklu til þjóðarbúsins og sjávarútvegur. Líkja má þróun undanfarins áratugar við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna. Stóru, íslensku fjármálafyrirtækin láta orðið víða til sín taka og eru tilefni til fréttaumfjöllunar um alla Evrópu. Vöxtur þeirra er með eindæmum, samkvæmt rannsókn sem Hagfræðisetur Háskólans í Reykjavík gerði að beiðni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Eignir, eigið fé og hagnaður þessara fyrirtækja hefur aukist um 750 prósent á tíu árum. Árið 1995 námu eignir þeirra 60 prósentum af landsframleiðslu en voru 340 prósent í fyrra. Vöxturinn heldur áfram, segir Katrín Ólafsdóttir, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík, sem vann að rannsókninni. En hverjar eru ástæðurnar? Katrín segir hinar augljósu ástæður séu þær að árið 1995 hafi síðustu hömlum verið lyft af fjármagnsflæði inn og út úr landinu og þá hafi einkavæðing ríkisbankanna á árunum 2002 og 2003 einnig haft sitt að segja. Þetta séu tvær stærstu ástæðurnar en þær séu eflaust fleiri. Aðspurð hvort líkja megi þessu við það sem gerðist í Austur-Evrópu eftir fall kommúnistastjórna þar segir Katrín að að sumu leyti séu um hliðstæða þróun að ræða. Katrín segir enn fremur aðspurð að fjármálaþjónusta sé orðin töluvert stór hluti af landsframleiðslu og nefnir sem dæmi að hún sé orðin svipað stór og sjávarútvegurinn. Árið 1997 var hlutfall fjármálaþjónustu af landsframleiðslu fjögur prósent en er nú samkvæmt áætlun Hagfræðisetursins um sjö prósent.
Innlent Viðskipti Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira