40 fyrirtæki með ólöglegt vinnuafl 10. apríl 2005 00:01 Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Um 40 íslensk fyrirtæki hafa frá áramótum tilkynnt um erlenda starfsmenn á sínum vegum, sem starfa á svokölluðum þjónustusamningum, án atvinnuleyfis. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir fæsta uppfylla skilyrði og hvetur fyrirtæki til að sækja einfaldlega um atvinnuleyfi í stað þess að reyna svona krókaleiðir. Lögregla vítt og breitt um land hefur stöðvað vinnu manna sem ekki eru með atvinnuleyfi og eru hér á svokölluðum þjónustusamningum. Eigi samningarnir við mega starfsmennirnir vinna hér án atvinnuleyfis í 90 daga. Gissur Pétursson segir hins vegar marga ekki uppfylla skilyrðin og því séu starfsmennirnir iðulega ólöglegir. Það virðist hins vegar sem einhver misskilningur hafi skotið rótum um að þetta væri nægilegt. Atvinnurekendur vilja ráða fólk í vinnu frá þessum löndum, það vill koma hingað að vinna. Aðspurður hvers vegna fólkið fær ekki bara atvinnuleyfi, að því gefnu að ákvæðum kjarasamninga sé fylgt, segir Gissur að það standi ekki á Vinnumálastofnun, sé öll lagaskilyrði uppfyllt. Gissur segir augljóst að þörfinni verði ekki fullnægt nema að fá fólk að utan. Aðspurður hvort ekki sé þá möguleiki að einfalda og stytta ferlið sem þeir, sem sækja um atvinnuleyfi, þurfa að ganga í gegnum, til að hvetja fólk og fyrirtæki til að gera þetta löglega, segir Gissur að kerfisbreytingar hafi verið í gangi hjá Vinnumálastofnun, m.a. með samstarfi við Útlendingastofnun, til að flýta ferlinu. Auk þess hafi stofnunin reynt að greiða götu þeirra sem hingað til hafi haldið að þjónustusamningarnir væru nægilegir til að hafa fólkið í vinnu. Viðurlög við því að vera með ólöglega starfsmenn í vinnu eru sektargreiðslur, misháar. Verkamennirnir sjálfir eru yfirleitt sendir úr landi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira