Braut lög en var sýknuð af kröfum 15. apríl 2005 00:01 Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira
Vegagerðin braut lög með því að hafna öllum tilboðum í Héðinsfjarðargöng árið 2003, samkvæmt Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegagerðin var hins vegar sýknuð af bótakröfu Íslenskra aðalverktaka sem áttu lægsta boð í verkið þar sem fyrirtækinu hafði ekki tekist að sýna fram á tjón. Lögmaður Íslenskra aðalverktaka segir dóminn marka tímamót. Dóminum verður að öllum líkindum áfrýjað. Vegagerðin bauð í mars árið 2003 út Héðinsfjarðargöng og voru þau opnuð í maí. Þar kom í ljós að Íslenskir aðalverktakar og NCC áttu lægsta boð, tæplega 6,2 milljarða króna, sem var þremur prósentumt yfir kostnaðaráætlun og um 400 milljónum undir næsta boði. Í júlí var hins vegar ákveðið að fresta verkinu vegna þensluástands og öllum tilboðum hafnað. Íslenskir aðalverktakar sættu sig ekki við þetta og kærðu til kærunefndar útboðsmála sem komst að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að hafna öllum tilboðum hefði verið ólögmæt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að sömu niðurstöðu í dag. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu verkbjóðenda um bætur á þeirri forsendu að ekki hafi verið öruggt að þeir hefðu fengið verkið og að ekki hafi verið færðar óyggjandi sannanir fyrir því að fyrirtækin hefðu þarna orðið af arði af verkinu. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður verktakafyrirtækjanna, fagnar niðurstöðunni um að ákvörðun Vegagerðarinnar hafi verið ólögmæt. Hann segir dóminn marka tímamót. Svona dómur hafi hvorki fallið hér á landi né annars staðar á Norðurlöndum og eftir því sem hann best viti ekki heldur í Evrópu. Fræðimenn hafi aðallega velt þessu fyrir sér hingað til. Jóhannes Karl telur rök dómsins fyrir að hafna bótakröfunni ekki fullnægjandi, tilboð umbjóðenda hans hafi verið það mikið undir næstlægsta boði og að það hafi verið yfir þeirri kostnaðaráætlun sem Vegagerðin gerði sjálf. Hann býst við að málinu verði áfrýjað. Þetta sé það mikið grundvallarmál um samskipti opinberra verkkaupa og verktaka að það verði að fá skýra niðurstöðu.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu Sjá meira