Sport

Chicago - Washington

Viðureign Chicago Bulls og Washington Wizards verður einvígi varnarliðs og sóknarliðs. Washington liðið hefur ekki unnið seríu í úrslitakeppni síðan 1982 og því er kannski á brattann að sækja fyrir liðið, sem hefur komið gríðarlega á óvart í vetur. Washington er fyrst og fremst öflugt sóknarlið, með þríeykið Antawn Jamison, Gilbert Arenas og Larry Hughes, en þeir eru allir jafn líklegir til að skora yfir 30 stig í leik þegar þeir ná sér á strik. Varnarleikur liðsins og fráköstin eru hinsvegar það sem hefur verið að valda þeim vandræðum í vetur og hætt er við því að þeir lendi í vandræðum með stífa vörn Bulls. Lið Chicago er í úrslitakeppninni í fyrsta skipti síðan Michael Jordan gerði þá að meisturum áið 1998 og því er ekki hægt að segja að sé mikil reynsla í herbúðum liðsins. Það er þó liðinu óneitanlega til tekna í þessari seríu, sem og í úrslitakeppninni allri, að þeim hentar vel að spila hægan og stífan leik eins og tíðkast í úrslitunum. Liðið er vel þjálfað og spilar liðsbolta, auk þess að vera með trompið Ben Gordon í varamannabekknum, sem hefur klárað marga leiki fyrir þá í vetur með góðum leik undir lok leikja. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudaginn í Chicago
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×