„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 21:08 Emilie Hessedal lét verkin tala í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira
Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Fleiri fréttir „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Sjá meira