„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 21:08 Emilie Hessedal lét verkin tala í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira
Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR-konur og Stólarnir örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Sjá meira