San Antonio - Denver 22. apríl 2005 00:01 Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio. NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Þetta einvígi er eitt af þeim áhugaverðari í fyrstu umferðinni í ár. San Antonio er af mörgum talið líklegasta liðið í úrslitin í Vesturdeildinni, en meiðsli Tim Duncan og sú staðreynd að Denver er eitt heitasta liðið í deildinni á síðustu vikum, gera það að verkum að þetta gæti orðið mjög jafnt einvígi. Denver liðið olli miklum vonbrigðum framan af vetri, því miklar vonir voru bundnar við liðið eftir að það fékk til sín framherjann Kenyon Martin frá New Jersey Nets. Þetta slæma gengi varð til þess að þjálfari liðsins var rekinn og hinn reyndi þjálfari George Karl var ráðinn í staðinn. Árangurinn lét ekki á sér standa og liðið fór á kostum undir stjórn Karl, sem náði að binda liðið saman og hjálpaði til við að ná Carmelo Anthony úr þeirri lægð sem hann var í framan af vetri. Denver hefur á að skipa mjög sterku og hávöxnu liði, sem gæti átt eftir að valda San Antonio og Tim Duncan vandræðum. Þá er heimavöllur þeirra mjög sterkur og engum þykir gott að leika í þunna loftinu í Denver, sem stafar af því hve hátt borgin stendur yfir sjávarmáli. Ef lið Denver nær sér vel á strik og nær að keyra á sínu bestu mönnum, gætu þeir náð að koma á óvart gegn San Antonio. San Antonio Spurs eru með mjög óárennilegt lið sem hefur fáa veikleika og þeir hafa það fram yfir önnur lið að hafa unnið meistaratitilinn fyrir tveimur árum. Vörn liðsins er frábær og sóknarleikurinn mjög agaður. Ef Tim Duncan nær þokkalegri heilsu fljótlega, en hann segist sjálfur aðeins vera 70-80% klár í slaginn, verður liðið seint unnið og hefur alla burði til að fara alla leið. Fyrsti leikur liðanna er á sunnudagskvöld í San Antonio.
NBA Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni KA kaus að losa sig við þjálfarann „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin rúllar áfram Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Tekjur Wrexham í hæstu hæðum „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira