Straumur kaupir meira 24. apríl 2005 00:01 Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna. Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Straumur fjárfestingarbanki keypti á föstudag bréf í Íslandsbanka fyrir þrjá milljarða króna. Þessi kaup benda eindregið til þess að Straumur muni leggja upp í lokaorrustu um bankann. Kaupin verða tilkynnt á mánudag. Eigendur Landsbankans og viðskiptafélagar þeirra hafa veruleg ítök í hluthafahópi Straums. Viðræður voru um sameiningu Straums og Íslandsbanka fyrir nokkrum vikum í þröngum hópi forystumanna beggja fjármálafyrirtækjanna. Full alvara var í viðræðunum, en sala Íslandsbanka á meirihluta hlutafjár í Sjóvá til Karls Wernerssonar hefur siglt slíkum viðræðum í strand. Straumur stendur nú fyrir tveimur kostum; annars vegar að selja hlut sinn í Íslandsbanka eða að tryggja sér meirihlutavald í bankanum. Fullyrt er að meðal stærstu hluthafa séu menn tilbúnir að selja hlut sinn fáist nógu hátt verð. Að öðrum kosti er núverandi meirihluti tilbúinn að verja stöðu sína í bankanum. Með sölu Sjóvár hefur Karl Wernersson tryggt sér lykilstöðu í eigendahópnum og gæti varið meirihlutann í gegnum Sjóvá og sameiginlegt fjárfestingarfélag sem fyrirhugað er að stofna í sameign Þáttar sem er í eigu Karls og systkina, Sjóvár og Íslandsbanka. Straumsmenn hafa gagnrýnt söluna til Karls harðlega. Fjórir bankaráðsmenn Íslandsbanka greiddu atkvæði með sölunni, en Steinunn Jónsdóttir, Þórarinn V. Þórarinsson og Úlfar Steindórsson munu ekki hafa greitt henni atkvæði sitt. Almennt er talið að Íslandsbanki hafi fengið gott verð fyrir bréfin. Í sölusamningum við Karl eru ákvæði sem tryggja að Sjóvá getur ekki farið í samstarf við önnur fjármálafyrirtæki. Íslandsbanki getur einnig komið í veg fyrir að samþykktum verði breytt. Meirihluti stjórnar Íslandsbanka telur því að bankinn hafi með sölunni tryggt sér kosti samstarfs banka og tryggingarfélags, en um leið losað mikla fjármuni til annarra verkefna.
Innlent Viðskipti Mest lesið Sagði eldri menn vísvitandi borna röngum sökum en situr uppi með Svarta-Pétur Neytendur Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent