Almenningur í klemmu 27. apríl 2005 00:01 Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira
Almenningur ehf. sem hyggst bjóða í hlut í Símanum er í klemmu milli þess að undirrita trúnaðareið vegna útboðsgagna við sölu Símans og þess að upplýsa væntanlega hluthafa félagsins. Söluferli Símans gerir kröfur til þess að þeir sem fá útboðsgögn Morgan Stanley skrifi undir trúnaðareið. Forsvarsmenn Almennings ehf., þau Agnes Bragadóttir, Ingvar Guðmundsson og Orri Vigfússon, hafa neitað að skrifa undir slíkt, enda myndi það binda hendur þeirra við að upplýsa væntanlega hluthafa um rekstur Símans, áform og aðstæður. Slíkt stangast á við lög um verðbréfaviðskipti sem kveða á um að upplýsingar sem nauðsynlegar eru fjárfestum svo þeir geti metið fjárfestingu sína verði að koma fram í útboðslýsingu. "Útboðið er greinilega ekki almenningsvænt," segir Orri Vigfússon, einn forsvarsmanna Almennings. "Ég vil vekja upp spurningu um hvort útboðið almennt standist lög og reglur. Þetta vekur upp spurningar um hvort einkavæðingarnefnd sé starfi sínu vaxinn eða þá ríkisstjórnin." Orri segir lögfræðinga hafa farið yfir málið með þeim og reglur útboðsins bindi hendur þeirra. Hann segir að ef sú leið yrði farin að stofna hlutafélag með útboðslýsingu, þá þyrfti að koma fram hvaða verð þau myndu bjóða. "Þá myndu allir samkeppnisaðilar okkar vita hvaða verð við værum að bjóða." Ein leið er fær að mati forsvarsmanna Almennings og í yfirlýsingu segir Agnes Bragadóttir fyrir hönd stjórnarinnar: "Því sjáum við okkur engan annan leik færan, í þeirri stöðu sem nú er upp komin, en að biðja hvert og eitt ykkar að rita okkur tölvubréf, þar sem þið með nafni, heimilisfangi og kennitölu, veitið okkur umboð til þess að óska eftir því við Morgan Stanley og einkavæðingarnefnd, að í ykkar nafni, verði ofangreind trúnaðargögn afhent." Orri segir ekki á dagskránni að leggja árar í bát. "Þetta er catch 22, en við ætlum að gera okkar besta til þess að almenningur fái að kaupa Símann í fyrsta áfanga; ekki bíða í tvö til þrjú ár," segir Orri.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Sjá meira