Phoenix 3 - Memphis 0 30. apríl 2005 00:01 Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig. NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Þeir sem efuðust um að stórskotalið Phoenix Suns gæti leikið harðan leik fengu að sjá nýja hlið á liðinu í nótt, þegar þeir rúlluðu yfir Memphis Grizzlies 110-90 og komust í þægilega 3-0 forystu í einvígi efsta og neðsta liðs vesturdeildarinnar í úrslitakeppninni. Memphis virtist vera í essinu sínu á heimavelli sínum í byrjun leiks, þegar þeir hittu úr 8 af fyrstu 10 skotum sínum og náðu forystu 24-15 í fyrsta leikhlutanum, en þá spýttu gestirnir í lófana og fóru á mikla rispu. Suns leiddu eftir fyrsta fjórðunginn 31-30 og litu aldrei til baka eftir það. Liðið brást vel við föstum leik Memphis og svaraði í sömu mynt. Blaðamenn á leiknum vildu meina að heimaliðið hefði brotnað um miðjan annan leikhlutann, þegar Amare Stoudemire hjá Phoenix varð þreyttur á kjaftbrúki Stromile Swift hjá Memphis og tróð boltanum svo fast í andlitið á honum í kjölfarið, að sá síðarnefndi lá óvígur eftir á gólfinu. "Ég var orðinn þreyttur á sorpkjaftinum á honum", sagði Stoudemire eftir leikinn. "Hann reyndi að ýta mér frá þegar stökk á hann, en hann hefur ekkert í minn 95 cm stökkkraft að gera," sagði framherji Phoenix glottandi. "Fólk talar um að við séum bara gott skotlið, en mér finnst við hafa sýnt að við getum líka leikið hægan og harðan leik, svo að mótherjar okkar verða bara að velja hvora meðferðina þeir vilja fá," sagði Steve Nash, leikstjórnandi Phoenix. "Menn geta ekki verið með hugann við það að fara í veiðiferð þegar þeir eru á leikvellinum. Þetta er úrslitakeppnin og svona lélegt hugarfar dugir ekki þegar þangað er komið. Við lékum meira að segja betur í Phoenix en á okkar eigin heimavelli, slíkt má ekki henda. Ég vil ekki tapa 4-0 og trúi enn að við getum unnið," sagði Lorenzen Wright, leikmaður Memphis. Atkvæðamestir hjá Phoenix:Amare Stoudemire 30 stig (9 frák), Joe Johnson 20 stig, Jimmy Jackson 17 stig, Shawn Marion 14 stig (13 frák), Steve Nash 13 stig (8 stoðs), Quentin Richardson 9 stig, Steven Hunter 7 stig.Atkvæðamestir hjá Memphis:Lorenzen Wright 14 stig (8 frák), Pau Gasol 13 stig, Mike Miller 13 stig, Shane Battier 10 stig (8 frák), Jason Williams 10 stig (6 stoðs), Stromile Swift 9 stig (8 frák), James Posey 7 stig, Brian Cardinal 6 stig, Bonzi Wells 6 stig.
NBA Mest lesið Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Snýr aftur eftir lungnabólguna „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira