Viðskipti innlent

Vilja flytja inn bíla strax

Ótti manna við að krónan haldid áfram að lækka og dollarinn að hækka hefur skapað gríðarlega ásókn í að flytja inn bæði nýja og notaða bíla frá Bandaríkjunum - og það strax.  Ástæðan er einkum sú að bílarnir eru tollafgreiddir inn í landið á því gengi dollars,sem gildir daginn sem afgreiðslan fer fram hér á landi. Í undirbúningi er að senda hingað bílaflutningaskip, til að stytta biðlistann og biðtími eftir að flytja hingað bíla í flugi er orðinn allt að sex vikur. Einu gildir þótt búið sé að hækka flutningsgjaldið í flugi. Þá vekur athygli að menn eru farnir að kaupa nýja evrópska jeppa á borð við BMW, Volvo og Porsche í Bandaríkjunum og flytja þá svo hingað með flugi. Hvernig sem á því stendur telja kaupendur þessara bíla sig hagnast um hátt í milljón miðað við að kaupa bílana nýja hjá umboðunum hér á landi. Frá Bandaríkjunum er langmest flutt inn af stórum og öflugum pallbílum með fimm manna húsi en sáralítið af fólksbílum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×