San Antonio 2 - Seattle 0 11. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig. NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira
Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig.
NBA Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Sjá meira