Viðskipti innlent

Krónan hefur lækkað um 8,6%

Krónan lækkaði um ríflega eitt prósent í morgun eftir birtingu vísitölu neysluverðs. Greiningardeild Íslandsbanka segir krónuna hafa lækkað nokkuð hratt síðustu vikur en frá því að gengi krónunnar stóð hæst á árinu, í lok marsmánaðar, hefur gengi hennar lækkað um 8,6 prósent. Dollarinn hefur á sama tíma hækkað úr tæpum 59 krónum í 66 krónur. Að baki þessari snörpu gengislækkun liggja breyttar væntingar um aðhaldsstig peningamála á næstunni. Mat á því að krónan hafi farið full hátt í mars, ásamt fréttum af vaxandi viðskiptahalla og vissu um að krónan muni lækka talsvert áður en yfirstandandi tímabili stóriðjuframkvæmda lýkur, kom þróuninni af stað, að sögn greiningardeildarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×