Gerðu tilboð í 99% hlut 17. maí 2005 00:01 Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila. Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira