Gerðu tilboð í 99% hlut 17. maí 2005 00:01 Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila. Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Almenningur hefur tekið höndum saman við Burðarás, KEA, Tryggingamiðstöðina, Talsímafélagið og Ólaf Jóhann Ólafsson um að skila inn tilboði í tæplega 99% hlut í Landssímanum. Fleiri hópar fjárfesta, þar á meðal erlendir, hafa skilað inn tilboðum en fresturinn rann út klukkan þrjú í dag. Fimmtíu fengu útboðsgögn hjá einkavæðinganefnd en tilboðum varð að skila til Morgan Stanley í Lundúnum. Jörundur Valtýsson, starfsmaður einkavæðinganefndar, segir að ekki verði gefinn út fjöldi tilboða fyrr en á morgun. Það verður síðan ekki gefið upp fyrr en eftir viku hverjir buðu. Þeir sem eftir standa og uppfylla skilyrði einkavæðinganefndar fá síðan að kynna sér fyrirtækið og skila inn bindandi tilboði. Stefnt er að því að ljúka þessari vinnu í júlí. Fulltrúar almennings, Burðaráss, KEA, Tryggingamiðstöðvarinnar, Talsímafélagsins og Ólafs Jóhanns Ólafssonar sátu á fundi í Landsbankanum fram eftir nóttu. Snemma í morgun var svo hafist handa við að ljúka við tilboðsgerðina. Agnes Bragadóttir, einn forsvarsmanna Almennings, segir hópinn líta svo á að hann hafi unnið fullnaðarsigur í málinu, þrátt fyrir alla þröskuldanna sem hann hafi rekist. Hún þakkar það bæði atorku Almennings og samstöðu fjárfestanna sem vildu endilega hafa Almenning með sér að sögn Agnesar. Hún segir Almenning ehf. koma að kaupunum sem almenningur á Íslandi um leið og fært er að setja félagið á markað. Agnes vill ekki segja hvernig samsetning þessa fjárfestahóps hafi komið til, fyrir utan að „frumleg hugsun“ hafi átt hlut að máli. Fjárfestarnir hafa skuldbundið sig til að selja 30% hlut til Almennings í opnu útboði um leið og Síminn verður skráður á markað. Þeir hlutir verða seldir á sömu kjörum og fjárfestarnir kaupa sína hluti á, að því undanskildu að kostnaður sem fellur til vegna tilboðsgerðar og útboðs fellur ekki á almenning heldur á fjárfestana. Fram kemur með skýrum hætti í tilboðinu að fjárfestarnir hyggja á alþjóðlega sókn ef þeir eignast fyrirtækið. Ólafur Jóhann Ólafsson segir nokkra hafa rætt við sig um að koma að tilboði í sölunni á Símanum. Hann segist ekki hafa skoðað það með opnum huga fyrr en forsvarsmenn Almennings hafi haft samband við sig því hann vildi taka þátt í því að gefa sem breiðasta hluta landsmanna tækifæri á að fjárfesta í Símanum. Auk þess segist Ólafur Jóhann að sjálfsögðu vilja að fjárfestingin verði öllum farsæl og Síminn eflist frekar en hitt. Staðfest var í dag að Íslandsbanki skilað inn tilboði í samstarfi við aðra fjárfesta. Hverjir það eru hefur ekki fengist uppgefið. Exista sem áður hét Meiður, með bræðurna Lýð og Ágúst Guðmundssyni innanborðs, hefur einnig skilað inn tilboði í samstarfi við ótilgreinda aðila.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun