Fjárfestar vilja almenning með 17. maí 2005 00:01 Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjárfestahópar sem bjóða í Símann hafa að undanförnu unnið að því að bjóða almenningi bréf í fyrirtækinu til kaups strax að loknu útboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er talið nær öruggt að tilboð leitt af Exista sem áður hét Meiður muni tilbúið að setja allt að 30 prósenta hlut í Símanum á almennan markað strax að loknu útboði. Með Exista í tilboðinu munu vera lífeyrissjóðir, KB banki og smærri fjárfestar, en eignatengsl eru á milli KB banka og Exista. Sá hlutur sem kæmi í hlut KB banka verði síðan seldur almennum fjárfestum á kaupverði hópsins í Símanum. Einnig er talið að hópur fjárfesta sem í eru Atorka, Frosti Bergsson, Jón Helgi Guðmundsson í Byko og Jón og Snorri Snorrasynir kenndir við Húsasmiðjuna muni einnig bjóða almenningi að kaupa hlut í Símanum að loknu útboði. Félagið Almenningur mun taka þátt í tilboði sem Burðarás leiðir í Símann. Með í hópnum eru Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og kaupsýslumaður, Tryggingamiðstöðin, KEA og Talsímafélagið sem er í eigu Hagkaupsbræðra Jóns og Sigurðar Gísla Pálmasona og fjölskyldunnar sem átti Heklu, Sigfús Ingimundarson fer fyrir hópnum. Hópurinn sendi frá sér tilkynningu í gær, en aðrir fjárfestar hafa neitað að tjá sig um málið og vísað til trúnaðarákvæðis. Við mat á bindandi kauptilboðum í Símann á síðara stigi söluferlisins verður fyrst og fremst litið til verðs og miðað við að ganga til viðræðna við hæstbjóðendur, segir Jón Sveinsson formaður einkavæðinganefndar í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Til að tryggja algert gagnsæi hyggst nefndin opna bindandi tilboð í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Verði verðmunur hæstu tilboða fimm prósent eða minni verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra tilboði síðar sama dag. Komi til þess verði þau tilboð opnuð fyrir opnum tjöldum samdægurs. Hæstbjóðandi fær svo fyrstur tækifæri til að hefja viðræður um kaup á fyrirtækinu. "Gert er ráð fyrir að lok skilafrests bindandi tilboða verði í lok júlí, en fjöldi bjóðenda ræður þar miklu," segir Jón Sveinsson.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira