Bakkavör stærst í kældum matvælum 27. maí 2005 00:01 Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira
Bakkavör hefur borgað rífa 70 milljarða króna fyrir matvælafyrirtækið Geest í Bretlandi og er þar með orðin stærsti framleiðandi kældra matvæla í heimi. Markaðshlutdeild Bakkavarar Group í Bretlandi á sölu kældra og tibúinna matvæla er eftir kaupin á Geest um 29 prósent. Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir kynntu kaupin í Iðnó í dag. Þar sagði Ágúst að dagurinn væri stór og að stór tékki hefði verið reiddur af hendi. Öll starfsemi Bakkavarar Group í Bretlandi verður sameinuð undir merkjum Geest. Ágúst segir að næstu mánuðir og ár fari í að ná fyrirtækjunum saman. Bakkavör sé að taka yfir fyrirtæki sem gefi félaginu raunverleg tækifæri til að ná fram samlegð með því að sameina rekstur félaganna innan sama markaðssvæðis. Áhersla verði lögð á það á næstu misserum. Aðspurður hvor frekari kaup á fyrirtækjum væru fyrirsjáanleg sagði Ágúst að hann myndi ekki lofa því á morgun en vissulega liti fyrirtækið alltaf í kringum sig og reyndi að grípa tækifærin þegar þau gefist. Félagið verður eitt það öflugasta utan fjármálageirans sem skráð er í Kauphöll Íslands. Bakkavör rekur nú 42 verksmiðjur í 5 löndum og eru starfsmenn þess um 13 þúsund talsins. Vöruflokkarnir eru samtals 17 og framleiðir félagið nú bæði ferskar og kældar, tilbúnar matvörur. Með kaupunum á Geest verður ferskt tilbúið salat, pítsur auk tilbúinna kældra rétta meða helstu vöruflokka fyrirtækisins. Ágúst segir að félagið sé í dag það stærsta í Bretlandi í tilbúnum ferskum matvælum. Bretland sé stærsti markaður í heimi fyrir slík matvæli og þar af leiðandi sé Bakkavör stærst í heimi.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Sjá meira