Viðskipti innlent

Hyggst einbeita sér að flugrekstri

Magnús Þorsteinsson hefur ákveðið að selja eignarhluti sína í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin, sem fram til þessa hafa verið í eigu Magnúsar, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, eiga hluti í Landsbanka Íslands og Burðarási. Með þessu hyggst Magnús einbeita sér að fjárfestingum í almennri flutningastarfsemi og flugrekstri. Magnús er aðaleigandi Avion Group sem á og rekur flugfélögin Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflug. Samson-félögin verða eftir viðskiptin í eigu feðganna Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Hagnaður af rekstri Avion Group, móðurfélags Atlanta, Íslandsflugs og Exel Airways nam 2,5 milljörðum króna eftir skatta í fyrra og munaði þar mestu um mikinn hagnað af Exel Airways. Veltan í fyrra nam 68,5 milljörðum króna, nokkru meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, og jókst um röska 18 milljarða frá fyrra ári. Stefnt er að þvi að Avion Gorup verði skráð í Kauphöllina síðar á þessu ári en nákvæm dagsetning hefur þó ekki verið ákveðin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×