Segir launakönnun ómarktæka 29. maí 2005 00:01 Það er óskynsamlegt og felur í sér sóun að mismuna í launum á grundvelli annars en hæfnis og framlags. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur jafnframt að könnun Háskólans á Bifröst um launamun kynjanna sé ómarktæk. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær eru karlmenn sem útskrifast hafa frá Viðskiptaháskólinn á Bifröst með yfir 50 prósentum hærri laun en konur sem útskrifast hafa á sama tíma og eru flestir rasandi yfir þessum niðurstöðum. Umræða sem þessi verður með reglulegu millibili en svo virðist sem lítið batni. En hverjir eru það sem raunverulega eiga sök á viðvarandi ástandi? Eru konur einfaldlega ekki nógu harðar þegar þær setjast að samningaborði eða á atvinnulífið einhverja sök í málinu? Bera stjórnendur fyrirtækjanna kannski einhverja ábyrgð á stöðunni? Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífins, segir könnun Háskólans á Bifröst ekki marktæka hvað varðar launamun kynjanna þar sem hún beri ekki saman laun fyrir svipuð störf eða vinnutíma. Hins vegar þurfi að hlúa að þessu málefni og að kynjum sé ekki mismunað hvað varðar stöðu eða laun. Ari spyr hvað það feli í sér ef vinnuveitandi standi frammi fyrir því að geta ráðið hæfari konu á lægri launum en því sé haldið fram að hann hafi tilhneigingu til þess að ráða jafnvel óhæfari karl og borga honum hærri laun. Hann segir það fela í sér lélegri rekstur og minni arðsemi af honum. Ari spyr hvort það sé það sem menn stefni að með fyrirtækjarekstri á markaði. Ari segir Samtök atvinnulífsins reyna að stuðla að meira launajafnrétti og eru samtökin aðilar að jafnréttishópi og vinnumarkaðshópi og leggi þannig sitt af mörkum til framfara þessara mála. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Það er óskynsamlegt og felur í sér sóun að mismuna í launum á grundvelli annars en hæfnis og framlags. Þetta segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann telur jafnframt að könnun Háskólans á Bifröst um launamun kynjanna sé ómarktæk. Eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö í gær eru karlmenn sem útskrifast hafa frá Viðskiptaháskólinn á Bifröst með yfir 50 prósentum hærri laun en konur sem útskrifast hafa á sama tíma og eru flestir rasandi yfir þessum niðurstöðum. Umræða sem þessi verður með reglulegu millibili en svo virðist sem lítið batni. En hverjir eru það sem raunverulega eiga sök á viðvarandi ástandi? Eru konur einfaldlega ekki nógu harðar þegar þær setjast að samningaborði eða á atvinnulífið einhverja sök í málinu? Bera stjórnendur fyrirtækjanna kannski einhverja ábyrgð á stöðunni? Ari Edwald, formaður Samtaka atvinnulífins, segir könnun Háskólans á Bifröst ekki marktæka hvað varðar launamun kynjanna þar sem hún beri ekki saman laun fyrir svipuð störf eða vinnutíma. Hins vegar þurfi að hlúa að þessu málefni og að kynjum sé ekki mismunað hvað varðar stöðu eða laun. Ari spyr hvað það feli í sér ef vinnuveitandi standi frammi fyrir því að geta ráðið hæfari konu á lægri launum en því sé haldið fram að hann hafi tilhneigingu til þess að ráða jafnvel óhæfari karl og borga honum hærri laun. Hann segir það fela í sér lélegri rekstur og minni arðsemi af honum. Ari spyr hvort það sé það sem menn stefni að með fyrirtækjarekstri á markaði. Ari segir Samtök atvinnulífsins reyna að stuðla að meira launajafnrétti og eru samtökin aðilar að jafnréttishópi og vinnumarkaðshópi og leggi þannig sitt af mörkum til framfara þessara mála.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun