Miami 3 - Detroit 3 5. júní 2005 00:01 Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum). NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Larry Brown, þjáfari Detroit Pistons, sýndi leikmönnum sínum vídeóupptökur af leikjum frá í fyrra til að minna þá á hvernig þeir fóru að því að verða meistarar - með baráttu og harðfylgi. Það virðist hafa skilað sér, því meistararnir unnu öruggan 91-66 sigur og jöfnuðu metin í einvíginu. Miami lék án Dwayne Wade sem þurftið að horfa á leikinn af bekknum í jakkafötum og það munaði svo sannarlega um minna. Shaquille O´Neal átti sinn besta leik í einvíginu hingað til og skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot, en það dugði ekki til gegn einbeittu liði meistaranna að þessu sinni og nú verður oddaleikur í Miami á mánudagskvöld, þar sem ræðst hvort liðið mætir San Antonio Spurs í lokaúrslitunum. Þeir Shandon Anderson og Steve Smith léku báðir sinn fyrsta leik fyrir Miami í úrslitakeppninni, en gátu ekki afstýrt tapinu, því 66 stig liðsins voru það lægsta í sögu félagsins. Þrátt fyrir að meistararnir hafi átt nokkra slæma kafla í leiknum eins og þeir hafa verið að gera alla úrslitakeppnina, bættu þeir sér það upp með hörkubaráttu og söknuðu Dwayne Wade alveg örugglega ekki eins mikið og gestirnir frá Miami. "Í kvöld mættust tvö lið sem léku með það sem þau höfðu og þeir voru miklu betri í þetta sinn, punktur," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Miami, sem greinilega var að meina fjarveru Dwayne Wade. "Þeir hittu ekkert sérstaklega vel, við bara gáfum þeim allt of mörg stig eftir að hafa tapað boltanum," bætti Van Gundy við. "Það eina sem ég hef áhyggjur af í úrslitaleiknum á mánudagskvöldið er að mínir menn óttist að tapa. Þetta verður leikur tveggja sterkra liða og ég vona að betra liðið vinni. Það hjálpaði okkur tvímannalaust að Wade gat ekki verið með hjá Miami, en ég verð gríðarlega vonsvikinn ef hann verður ekki með í úrslitaleiknum. Hann er þeim mjög mikilvægur í vörn og sókn, rétt eins og Shaquille O´Neal," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit Pistons. Atkvæðamestir í liði Detroit:Rip Hamilton 24 stig (6 frák, 6 stoðs), Tayshaun Prince 16 stig (9 frák), Chauncey Billups 14 stig (7 stoðs), Rasheed Wallace 11 stig (9 frák), Lindsay Hunter 9 stig (5 stoðs), Antonio McDyess 7 stig (8 frák), Ben Wallace 6 stig (7 frák, 5 varin).Atkvæðamestir í liði Miami:Shaquille O´Neal 24 stig (13 frák, 5 varin), Rasual Butler 13 stig, Keyon Dooling 10 stig, Udonis Haslem 8 stig (10 frák), Damon Jones 7 stig (6 stoðs), Eddie Jones 3 stig (hitti úr 1 af 9 skotum).
NBA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira