Viðskipti innlent

Þriðja mesta verðbólga innan OECD

Ísland er með þriðju mestu verðbólguna af OECD-ríkjunum. Orkuverð hefur hækkað verulega hér á landi samkvæmt athugun OECD. Meðalverðbólga í ríkjunum var 2,8 prósent í apríl síðastliðnum, en OECD var að senda þessar upplýsingar frá sér. Á Íslandi var verðbólgan 4,3 prósent og aðeins í Mexíkó og Tyrklandi var meiri verðbólga. Í Mexíkó var hún 4,6 prósent en í Tyrklandi var hún langmest eða 9,2 prósent. Í verðbólguathugun OECD er sérstaklega litið til matvælaverðs og orkuverðs. Þar kemur fram að verð á matvöru á Íslandi hefur lækkað um 2,1 prósent en orkuverð hefur hins vegar hækkað um 6,1 prósent frá því á sama tíma í fyrra, en aðrir flokkar en orkuverð og matvara um 5,4 prósent. Af OECD-ríkjunum mældist verðbólga lægst í Japan, þar sem hún hreinlega mældist ekki, en í Svíþjóð var hún 0,3 prósent og alls staðar á Norðurlöndum var hún undir tveimur prósentum nema á Íslandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×