Mosaic Fashions inn í Kauphöll 21. júní 2005 00:01 Mosaic Fashions varð í dag fyrsta breska félagið sem skráð er á aðallista Kauphallar Íslands. Útgefið hlutafé félagsins er tæpir þrír milljarðar króna að nafnverði. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta kannski ryðja brautina fyrir fleiri erlend félög. Mosaic Fashions er móðurfélag fjögurra leiðandi tískuvörumerka í kvenfatnaði og fylgihlutum, Oasis, Karen Millen, Coasts og Whistles, en samanlagt eru 680 verslandir undir þessum merkjum um allan heim. Velta félagsins á síðasta ári var liðlega 42 milljarðar króna og hagnaðurinn rúmir fjórir milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, bauð félagið sérstaklega velkomið í Kauphöllina, bæði væri þetta fyrsta breska fyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands og það væri í atvinnugrein þar sem fá félög eru fyrir. Hann sagði Mosaic því gera markaðinn litríkari og hugsanlega fylgi fleiri félög í kjölfarið. Félagið efndi til hlutafjárútboðs á dögunum þar sem eftirspurn reyndist töluverð umfram framboð. Útboðsgengið var 13,6, en í síðustu viðskiptum var það komið í 14,25. Íslandsbanki segir að miðað við síðasta gengi sé markaðsvirði fyrirtækisins liðlega 41 milljarður króna. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic, lýsti því yfir þegar félagið var skráð í Kauphöllina í morgun að hjá fyrirtækinu væru menn mjög ánægðir með árangurinn af hlutafjárútboðinu, sem staðfesti jákvætt viðhorf til félagsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Mosaic Fashions varð í dag fyrsta breska félagið sem skráð er á aðallista Kauphallar Íslands. Útgefið hlutafé félagsins er tæpir þrír milljarðar króna að nafnverði. Forstjóri Kauphallarinnar segir þetta kannski ryðja brautina fyrir fleiri erlend félög. Mosaic Fashions er móðurfélag fjögurra leiðandi tískuvörumerka í kvenfatnaði og fylgihlutum, Oasis, Karen Millen, Coasts og Whistles, en samanlagt eru 680 verslandir undir þessum merkjum um allan heim. Velta félagsins á síðasta ári var liðlega 42 milljarðar króna og hagnaðurinn rúmir fjórir milljarðar króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, bauð félagið sérstaklega velkomið í Kauphöllina, bæði væri þetta fyrsta breska fyrirtækið sem skráð er í Kauphöll Íslands og það væri í atvinnugrein þar sem fá félög eru fyrir. Hann sagði Mosaic því gera markaðinn litríkari og hugsanlega fylgi fleiri félög í kjölfarið. Félagið efndi til hlutafjárútboðs á dögunum þar sem eftirspurn reyndist töluverð umfram framboð. Útboðsgengið var 13,6, en í síðustu viðskiptum var það komið í 14,25. Íslandsbanki segir að miðað við síðasta gengi sé markaðsvirði fyrirtækisins liðlega 41 milljarður króna. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic, lýsti því yfir þegar félagið var skráð í Kauphöllina í morgun að hjá fyrirtækinu væru menn mjög ánægðir með árangurinn af hlutafjárútboðinu, sem staðfesti jákvætt viðhorf til félagsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira