Viðskipti innlent

Gengu úr stjórn Árvakurs

Haraldur Sveinsson, sem ýmist hefur verið stjórnarformaður eða framkvæmdastjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, og jafnframt stór hluthafi, gekk úr stjórn félagsins á aðalfundi þess í gær. Það gerði Friðþjófur Johnson, fulltrúi hlutafjár Johnson ehf. í Árvakri, einnig. Þetta er í kjölfar þess að þessir aðilar hafa selt hluti sína í félaginu. Í stað þeirra tóku Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, og Finnur Geirsson sæti í stjórninni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×