Lána einungis fyrir brunabótamati 11. júlí 2005 00:01 Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. Þegar bankarnir komu inn á markaðinn með húsnæðislánin í fyrrahaust lánuðu þeir allt að hundrað prósentum af kaupverði gamalla íbúða, ef kaupandi eða seljandi keypti sér viðbótarbrunatryggingu sem ásamt brunabótamatinu jafngilti markaðsvirðinu. Samkvæmt upplýsingum fasteignaþjónustu KB banka er hins vegar komið í ljós að ógerningur er fyrir bankann að fylgja því eftir að fólk haldi við þessum viðbótartryggingum þannig að nú er ekki lánað umfram brunabótamatið. Hinir stóru bankarnir munu hafa svipuð viðmið en erfitt reyndist að fá afdráttarlaus svör um það í morgun eftir því við hvern var talað í hverjum banka. Nokkuð er um það í grónum hverfum að brunabótamát húsnæðis sé jafnvel á bilinu 60 til 70 prósent af markaðsverði. Það er þá það hámark sem bankarnir eru tilbúnir til að lána til kaupa þar en ekki 90 prósent, og hvað þá allt að hundrað prósent eins og voru í boði fyrst eftir að bankarnir komu inn á þennan markað. Kunnugir menn á fasteignamarkaðnum segja að þetta muni óhjákvæmilega hægja á húsnæðisveltunni því fáir eigi eigið fé til að brúa bilið á milli bankalánanna og kaupverðsins. Þess sjást reyndar þegar merki því þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka, einkum vegna þess hve nýjar íbúðir eru hátt hlutfall um þessar mundir, þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir frá meðaltalinu í apríl og um 800 milljónir síðan í desember. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 91 í síðustu viku en hafa verið 104 á viku að meðaltali síðastliðnar 12 vikur. Innlent Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Nú er orðið mun erfiðara að kaupa gamlar íbúðir en verið hefur þar sem bankarnir eru almennt hættir að lána nema sem nemur brunabótamati. Það getur hins vegar verið svo langt undir markaðsverði að bilið getur orðið óbrúanlegt fyrir kaupandann. Þegar bankarnir komu inn á markaðinn með húsnæðislánin í fyrrahaust lánuðu þeir allt að hundrað prósentum af kaupverði gamalla íbúða, ef kaupandi eða seljandi keypti sér viðbótarbrunatryggingu sem ásamt brunabótamatinu jafngilti markaðsvirðinu. Samkvæmt upplýsingum fasteignaþjónustu KB banka er hins vegar komið í ljós að ógerningur er fyrir bankann að fylgja því eftir að fólk haldi við þessum viðbótartryggingum þannig að nú er ekki lánað umfram brunabótamatið. Hinir stóru bankarnir munu hafa svipuð viðmið en erfitt reyndist að fá afdráttarlaus svör um það í morgun eftir því við hvern var talað í hverjum banka. Nokkuð er um það í grónum hverfum að brunabótamát húsnæðis sé jafnvel á bilinu 60 til 70 prósent af markaðsverði. Það er þá það hámark sem bankarnir eru tilbúnir til að lána til kaupa þar en ekki 90 prósent, og hvað þá allt að hundrað prósent eins og voru í boði fyrst eftir að bankarnir komu inn á þennan markað. Kunnugir menn á fasteignamarkaðnum segja að þetta muni óhjákvæmilega hægja á húsnæðisveltunni því fáir eigi eigið fé til að brúa bilið á milli bankalánanna og kaupverðsins. Þess sjást reyndar þegar merki því þrátt fyrir að vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að hækka, einkum vegna þess hve nýjar íbúðir eru hátt hlutfall um þessar mundir, þá er farið að draga úr veltunni og kaupsamningum fer fækkandi. Veltan í nýliðinni viku var liðlega 4,2 milljarðar króna og hefur því lækkað um 300 milljónir frá meðaltalinu í apríl og um 800 milljónir síðan í desember. Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 91 í síðustu viku en hafa verið 104 á viku að meðaltali síðastliðnar 12 vikur.
Innlent Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira