Leggja 6 milljarða í danskt félag 19. júlí 2005 00:01 Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Baugur hefur keypt 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir um sex milljarða íslenskra króna. Starfsemi Keops felst meðal annars í því að kaupa og endurnýja atvinnu- og íbúðarhúsnæði, bæði til útleigu og sölu. Einnig er starfrækt innan félagsins nokkurs konar eignarhaldsfélag sem heldur utan um fjárfestingar í fasteignum. Húsnæði félagsins er aðallega í Kaupmannahöfn og víðar í Danmörku en einnig í Svíþjóð og á Spáni. Félagið hefur verið skráð í kauphöllina í Danmörku frá árinu 1998. Gengi félagsins hefur hækkað mikið að undanförnu og er það hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni. Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic fjárfestinga, félagsins sem sér um fjárfestingar Baugs á Norðurlöndum, segir félagið ætla að koma að stjórnun Keops. Ráðgert er að halda hluthafafund í ágúst þar sem fulltrúar Baugs taki sæti í stjórn Keops. Heildareignir félagsins nema nú tæpum áttatíu milljörðum íslenskra króna en eignir þess hafa stóraukist að undanförnu með kaupum á ýmsum fasteignum. Tekjur félagsins á síðasta ári námu í kringum átta milljörðum króna og hagnaður félagsins var tæpar 800 milljónir króna. Baugur keypti 30 prósenta hlut sinn af stofnanda og forstjóra félagsins en hann átti hátt í 70 prósenta hlut í félaginu. Baugur verður því næststærsti eigandi félagsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Baugur fjárfestir í verslunarhúsnæði en fyrir á félagið umtalsverðan hlut í fasteignafélaginu Stoðum og félagið seldi nýlega 10 prósenta hlut sinn í breska fasteignafélaginu LxB. Baugur á fyrir hlut í fasteignafélagi sem stofnað var í kringum húsnæði Magasin du Nord við Kóngsins Nýjatorg. Skarphéðinn Berg segir Baug vera að skoða frekari fjárfestingar í Danmörku.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira