Dermot Gallagher dæmdi á Íslandi 24. júlí 2005 00:01 Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild." Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira
Dermot Gallagher hefur tveggja áratuga reynslu af dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni og var staddur hér á Íslandi um helgina til að dæma á Rey Cup mótinu. Fréttablaðið náði tali af kappanum á laugardaginn. Blaðamaður spurði Gallagher hvernig stæði á því að úrvalsdeildardómari væri kominn til Íslands að dæma yngriflokkaleiki. "Mótshaldararnir höfðu samband við Gylfa Orrason og spurðu hann hvort hann gæti útvegað dómara úr ensku úrvalsdeildinni til að koma og dæma á mótinu. Hann hafði í framhaldi af því samband við mig, því við höfum þekkst í nokkur ár og ég sló til af því þessi tímasetning hentaði mér prýðilega. Ég er búinn að vera í löngum og ströngum æfingabúðum á síðustu vikum, einsskonar herbúðum eiginlega. Þar er vaknað eldsnemma á morgnana og púlað fram eftir degi, svo að ég leit á það að koma hingað og dæma nokkra leiki til að ná mér niður eftir æfingabúðirnar. Þær eru samt bara ný yfirstaðnar og ég er því hálf slapplegur ennþá," sagði Gallagher hlæjandi. "Það er gaman að koma hingað aftur. Þetta er í þriðja sinn sem ég kem til Íslands, ég hef dæmt einn Evrópuleik hérna og svo dæmdi ég landsleik hérna ekki fyrir löngu. Mér líst ágætlega á þessa krakka sem eru að spila hérna og mér þótti sérstaklega ánægjulegt að dæma stúlknaleikinn. Þessir krakkar eru allir í þessu til að hafa gaman af þessu og það sem ég tók helst eftir var hve skipulögð liðin og þjálfararnir eru. Ef ég hefði verið að dæma hliðstæðan leik í Bretlandi, er ég smeykur um að ef boltinn hefði borist út í hornið á vellinum hefði maður séð tuttugu krakka í þvögu að berjast um hann, en hérna eru þau öll mjög vel skipulögð og meðvituð um sín hlutverk í liðunum. Ég hef nú ekki séð mikið af leikjum ennþá, en ég sá aðeins af strákunum í liðinu frá Kaupmannahöfn og þeir eru mjög efnilegir." Blaðamaður spurði Gallagher hvort hann kannaðist við íslensku leikmennina sem spila í enska boltanum. "Að sjálfssögðu þekki ég nokkra. Ég þekki auðvitað Eið Guðjohnsen sem lék með Bolton og er núna enskur meistari með Chelsea. Svo man ég eftir Heiðari Helgusyni hjá Watford, sem nú er genginn í raðir Fulham. Það er sómapiltur. Hann gaf mér einu sinni treyjuna sína eftir landsleik. Ég hitti líka Sigurð Jónsson í gær, sem er að þjálfa Víking. Ég man eftir því þegar hann lék með Arsenal og Sheffield Wednesday. Synir Guðjóns Þórðarsonar hafa líka allir verið að leika á Englandi og ekki má gleyma Guðna Bergssyni, hann er mjög fínn náungi. Það athyglisverða við innrás þessara íslensku leikmanna í enska boltanum er að mínu mati að þeir hafa allir staðið sig ágætlega og enginn þeirra hefur verið lélegur ef þannig má að orði komast, enda væri auðvitað óeðlilegt að kæmu annað en frambærilegustu leikmennirnir héðan að spila í jafn sterkri deild."
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sjá meira